Handbolti

Stjarnan verður með þrátt fyrir allt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar.
Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Pjetur
Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur.

Stjórn handknattleiksdeildar félagsins sagði af sér í gær og hefur bráðabirgðastjórn verið skipuð í hennar stað.

Baldur Ó. Svavarsson, fráfarandi formaður, er í ítarlegu viðtali á Vísi þar sem hann rekur atburði gærdagsins sem leiddi til þessa. Þá frétt má lesa hér.

Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan:

„Aðalstjórn Ungmennafélagsins Stjörnunnar ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að afturkalla tilkynningu handknattleiksdeildar félagsins um að draga lið félagsins úr keppni í efstu deild kvenna í handknattleik.

Baldur Ó Svavarsson hefur sagt af sér sem formaður handknattleiksdeildar og við það fellur starfsumboð fráfarandi stjórnar deildarinnar niður.

Aðalstjórn félagsins hefur í framhaldinu skipað bráðabirgðastjórn yfir handknattleiksdeild Stjörnunnar. Stjórnina skipa þau Sigurður Bjarnason formaður, Ragnheiður Traustadóttir form mflráðs karla, Unnur B Johnsen form mflráðs kvenna og Arnar Jónsson form barna‐ og unglingaráðs deildarinnar.

Aðalstjórn félagsins mun á næstu dögum vinna að skipan nýrrar stjórnar deildarinnar.

Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar eru þökkuð óeigingjörn störf í þágu félagsins.

Garðabæ, 26. ágúst 2011

f.h. Aðalstjórnar UMF Stjörnunnar

Páll Grétarsson framkvæmdastjóri“


Tengdar fréttir

Baldur: Vöknuðu af værum blundi

Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×