Turner Broadcasting vill kaupa Latabæ 21. júlí 2011 12:00 Magnús Scheving, forstjóri og stofnandi Lazytown Entertainment. Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað. Yfirtökutilboð Turner Broadcasting, fyrir alls 12 milljónir Bandaríkjadala, gerir ráð fyrir að Magnús Scheving haldi áfram sem forstjóri fyrirtækisins og fjárfesti í nýju félagi Turners fyrir söluandvirði síns hlutar í Latabæ, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Blaðið greinir frá því að Turner Broadcasting hafi boðið 20 prósent hærra verð en félagið, Lazytown Entertainment, var metið á við fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk á síðasta ári. Viðskiptablaðið greinir frá því að stjórn Latabæjar hafi leitað að erlendum fjárfestum að undanförnu til að koma að félaginu til að gera því kleift að vaxa. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu í fyrra eignuðust kröfuhafar Latabæjar 60 prósent hlutafjár í Lazytown en Magnús Scheving, forstjóri og stofnandi félagsins, og eiginkona hans Ragnheiður Melsteð halda utan um 40 prósenta hlut. Samkvæmt skilmálum tilboðsins þurfa Magnús og eiginkona hans að fjárfesta í félagi Turners fyrir söluandvirði síns hlutar sem metinn er á 4,8 milljóninir Bandaríkjadala, jafnvirði 556 milljóna króna, og mega ekki selja þann hlut í þrjú ár. Félagið sem tæki yfir Latabær hefur íslenska kennitölu og er að fullu í eigu Turner Broadcasting. Til stendur að halda hluthafafund í næstu viku, meðal annars til að búa svo um hnútana að yfirtakan geti farið fram. Turner Broadcasting er sagt áhugasamt um að ráðast í gerð nýrrar seríu af Latabæjarþáttum, en þættirnir hafa til þessa verið framleiddir hér á landi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting hefur gert tilboð upp á 1,4 milljarða króna í allt hlutafé Latabæjar, en áform eru um að framleiða nýja seríu af þáttunum fyrir alþjóðlegan markað. Yfirtökutilboð Turner Broadcasting, fyrir alls 12 milljónir Bandaríkjadala, gerir ráð fyrir að Magnús Scheving haldi áfram sem forstjóri fyrirtækisins og fjárfesti í nýju félagi Turners fyrir söluandvirði síns hlutar í Latabæ, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Blaðið greinir frá því að Turner Broadcasting hafi boðið 20 prósent hærra verð en félagið, Lazytown Entertainment, var metið á við fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk á síðasta ári. Viðskiptablaðið greinir frá því að stjórn Latabæjar hafi leitað að erlendum fjárfestum að undanförnu til að koma að félaginu til að gera því kleift að vaxa. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu í fyrra eignuðust kröfuhafar Latabæjar 60 prósent hlutafjár í Lazytown en Magnús Scheving, forstjóri og stofnandi félagsins, og eiginkona hans Ragnheiður Melsteð halda utan um 40 prósenta hlut. Samkvæmt skilmálum tilboðsins þurfa Magnús og eiginkona hans að fjárfesta í félagi Turners fyrir söluandvirði síns hlutar sem metinn er á 4,8 milljóninir Bandaríkjadala, jafnvirði 556 milljóna króna, og mega ekki selja þann hlut í þrjú ár. Félagið sem tæki yfir Latabær hefur íslenska kennitölu og er að fullu í eigu Turner Broadcasting. Til stendur að halda hluthafafund í næstu viku, meðal annars til að búa svo um hnútana að yfirtakan geti farið fram. Turner Broadcasting er sagt áhugasamt um að ráðast í gerð nýrrar seríu af Latabæjarþáttum, en þættirnir hafa til þessa verið framleiddir hér á landi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira