Viðskipti innlent

Icesave gæti sett strik í reikninginn

Mynd/GVA
Tap Seðlabanka Íslands nam 13 milljörðum á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir útskýringar á því sem aflaga fór í fjötrum persónuvarnar fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans.

Seðlabankinn kynnti ársskýrslu sína fyrir árið 2010 á 50. ársfundi bankans í dag. Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að samkvæmt rekstrarreikningi bankans nam tap ársins þrettán og hálfum milljarðir. Þá kemur jafnframt fram að afskriftir bankans á árinu voru 21, þrír milljarðar króna.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði þó í ávarpi sínu að skilyrði fyrir erlenda lántöku ríkissjóðs afa batnað verulega en hún gæti rutt öðrum innlendum aðilum brautina. Icesave gæti þó sett strik í þennan reikning.

„Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántöku ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesave samningnum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk,“ sagði Már.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, minnti á að Seðlabankinn hefði skýr markmið um að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hér á landi. Þessu hlutverki hefði bankinn ekki sinnt í aðdraganda hrunsins.

„Málflutningur Seðlabanka Íslands til útskýringar á því sem aflaga fór að þessu leyti í aðdraganda hrunsins er enn að mörgu leyti í fjötrum persónuvarnar þáverandi formanns bankastjórnar í tilraunum hans til að koma sök á aðra,“ sagði Árni Páll.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×