Leifur Garðarsson: Mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 10:56 Leifur Garðasson. Mynd/E. Stefán Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira