Leifur Garðarsson: Mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 10:56 Leifur Garðasson. Mynd/E. Stefán Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira