Körfubolti

Margrét Kara missir af tveimur leikjum við Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir.
Margrét Kara Sturludóttir. Mynd/Daníel
KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var í dag dæmd í tveggja leikja banna af Aga- og úrskurðanefnd KKÍ fyrir atvik sem gerðist í leik Hauka og KR í lokaumferð Iceland Express deild kvenna.

Margrét Kara var rekinn út úr húsi fyrir að slá Haukastelpuna Maríu Lind Sigurðardóttur í umræddum leik en hún hefur spilað tvo leiki eftir atvikið þar sem málið var ekki tekið fyrir fyrr en í dag.

Margrét Kara missir því af tveimur leikjum í einvígi Keflavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna en hún var allt í öllu í tveimur sigrum KR á Snæfelli í fyrstu umferðinni og verður því sárt saknað í þessum tveimur leikjum. Margrét Kara var með 23,0 stig og 5,0 fráköst að meðaltali á móti Snæfelli.

Niðurstaða Aga- og úrskurðanefndar KKÍ:„Hin kærða, Margrét Kara Sturludóttir, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KR í Iceland Express deild kvenna sem leikinn var 9. mars 2011“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×