Viðskipti innlent

Lántökur ríkissjóðs meira en 78 prósent af landsframleiðslu

Hafsteinn Hauksson skrifar

Sextán af hverjum hundrað krónum sem ríkissjóður greiddi í gjöld á fyrri hluta ársins fóru í vexti af lánum. Áfram bætist við skuldir ríkissjóðs, en fjármálaráðherra telur að skuldastaðan batni strax á næsta ári.

Undir lok síðasta árs námu lántökur ríkissjóðs meira en 78 prósent landsframleiðslu. Þegar lífeyrisskuldbindingar bætast þar við nema skuldirnar meira en heilli landsframleiðslu, samkvæmt ríkisreikningi. Nú hefur greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins verið birt. Þar kemur fram að skuldsetningin er áfram að aukast, en lántökur umfram afborganir lána nema um hundrað milljörðum á tímabilinu.

Steingrímur, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, segir bót í máli að vaxtakostnaður sé á niðurleið og skuldirnar séu sjálfbærar. Þó nam vaxtakostnaður meira en sextán prósent af öllum greiddum gjöldum ríkissjóðs á fyrri hluta ársins og hefur meira en fjórfaldast síðan 2008, þó hlutfallsaukningin sé reyndar minni og nettó vaxtakostnaðurinn einnig. Verður við það unað?

„Hvað villtu gera í málinu? láta skuldirnar hverfa? Um er að ræða lægra hlutfall en reiknað var með. staðan er því betri en spár sögðu um. Þróunin er í rétta átt," sagði Steingrímur sem er bjartsýnn á stöðu mála.

Steingrímur telur þó að hrein skuldastaða ríkissjóðs muni ekki hækka mikið úr þessu, þó brúttóstaðan gæti breyst, og gæti farið lækkandi með næsta ári.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×