Körfubolti

Margrét Kara og Shouse best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR.
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR. Mynd/Vilhelm

Margrét Kara Sturludóttir, KR og Justin Shouse, Stjörnunni, voru valin bestu leikmenn fyrri umferða í Iceland Express-deildum karla og kvenna.

Í dag var tilkynnt um úrvalslið deildanna í fyrri hluta Íslandsmótsins sem og að aðrar viðurkenningar voru veittar.

Hinn svokallaði dugnaðarforkur var í kvennaflokki Shantrell Moss, Njarðvík og Semaj Inge hjá KR í karlaflokki.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var valinn besti þjálfarinn kvennamegin og Teitur Örlygsson, Stjörnunni, hjá körlunum.

Sigmundur Már Herbergsson var útnefndur besti dómarinn og Snæfell og KR fengu stuðningsmannaverðlaunin.

Úrvalslið Iceland Express-deildar kvenna:

Heather Ezell, Haukum

Margrét Kara Sturludóttir, KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Hamar

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík

Signý Hermannsdóttir, KR

Úrvalslið Iceland Express-deildar karla:

Justin Shouse, Stjörnunni

Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík

Marvin Valdimarsson, Hamar

Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni








Fleiri fréttir

Sjá meira


×