Innlent

Ferðamenn vilja sjá náttúru

Guðjón Arngrímsson. Eldgos er stórkostleg birtingarmynd náttúrunnar, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Fréttablaðið/Heiða
Guðjón Arngrímsson. Eldgos er stórkostleg birtingarmynd náttúrunnar, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Fréttablaðið/Heiða

Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Gosið í Eyjafjallajökli hefur fengið miklar umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Guðjón segir það góða auglýsingu fyrir landið sem muni skila sér þegar fram í sækir. - jab



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×