Innlent

Maður sem á­reitir börn í Hafnar­firði til rann­sóknar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn á að hafa áreitt börn nærri Engidalsskóla.
Maðurinn á að hafa áreitt börn nærri Engidalsskóla.

Lögreglan á höfuðborgarsvæði rannsakar nú tilkynningar um mann sem er sagður hafa ógnað og áreitt börn í Hafnarfirði. 

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Skúla Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að tvær sambærilegar tilkynningar hafi borist lögreglu á undanförnum dögum. Lýsingin á manninum sé svipuð í báðum tilvikum og hann hafi áreitt börn nærri Engidalskóla í Hafnarfirði.

Lögregla gat ekki veitt frekari upplýsingar um framgang rannsóknar þegar eftir því var leitað í dag. 

Samkvæmt sjónarvottum var maðurinn klæddur appelsínugulri yfirhöfn. Þá er lögregla með mynd af manninum í fórum sínum. 

Í frétt RÚV er auk þess vísað til spjallsvæðis íbúa á Facebook þar sem umræður hafa skapast um manninn. Þar komi fram að maðurinn hafi elt dreng í síðustu viku og ráðist á annan í þessari viku. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×