Innlent

Ís­lendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvélin á flugvellinum í Bangkok.
Flugvélin á flugvellinum í Bangkok. Getty/Anadolu

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.

RÚV hefur eftir kjörræðismanni Íslands í Bangkok, að beðið sé upplýsinga frá sjúkrahúsinu í Taílandi um líðan Íslendingsins.

Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal Íslendingurinn.

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær.


Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi

Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur.

Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×