Viðskipti innlent

Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings

Svafa Grönfeldt.
Svafa Grönfeldt.

Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is.

Hörður Hilmarsson er einn af forsvarsmönnum baráttuhópsins réttlæti.is sem hefur barist fyrir því að tapið sem hlaust af uppgjöri peningamarkaðssjóða Landsbankans verði endurheimt. Hann gagnrýnir það harðlega að Svafa Grönfeldt, sem sat í stjórn bankans, hafi tekið út 80 milljónir króna úr peningamarkaðssjóðunum eftir að Glitnir var þjóðnýttur. Hörður segir hópinn alltaf hafa haldið því fram að fólki hafi verið mismunað.

Hörður segir að lögmenn vinni nú að því að ná fram leiðréttingu fyrir þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum en það gangi þó erfiðlega.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×