Menning

Íslenskt í Austurríki

Hljómsveitin múm tekur þátt í Dóná-hátíðinni sem hefst í Austurríki í næsta mánuði.
Hljómsveitin múm tekur þátt í Dóná-hátíðinni sem hefst í Austurríki í næsta mánuði.

Hópur íslenskra tónlistarmanna og listamanna tekur þátt í Dóná-hátíðinni sem verður haldin í Austurríki dagana 29. apríl til 8. maí. Þar munu plötusnúðar, hljómsveitir, listamenn og ljóðskáld stíga á svið og sýna listir sínar.

Á meðal þeirra sem taka þátt verða múm, Ghostigital, Stilluppsteypa, Reptilicus, Snorri Ásmundsson og Hildur Guðnadóttir. Liðsmenn útgáfufyrirtækisins Bedroom Community, Valgeir Sigurðsson, Ben Frost og Nico Muhly, verða einnig á meðal gesta.

Hugsunin með þátttöku Íslands er að kynna sköpunarkraft þjóðarinnar og það hvernig mismunandi straumar og stefnur geta auðveldlega blandast saman. Austurrísku lista- og tónlistarmennirnir Franz Graf og Franz Pomassl, sem hafa unnið áður með íslenskum listamönnum, taka þátt í hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×