Eiga allir að heimta 25% hækkun? 19. febrúar 2010 06:00 Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun