Viðskipti innlent

Endurskoðendur Glitnis brutu gegn starfsskyldum sínum

Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni.
Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni.
PricewaterhouseCoopers (PwC) brutu gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar.

Af mörgum atriðum um slæm vinnubrögð PwC sem talin eru upp í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar.

Fram kemur í stefnunni að FME hafi sent PwC bréf í september 2007, fyrir skuldabréfaútboðið, þar sem segir að FME telji það gífurlega mikilvægt að réttar upplýsingar um tengda aðila komi fram í gögum útboðsins. Mánuði áður hafði PwC borist annað bréf frá FME þar sem vinnbrögð endurskoðendanna eru gagnrýnd. PwC sendi ekki umbeðnar upplýsingar frá sér fyrir útboðið.

Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir framangreint skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York.

„Varnaraðilanum PwC mistókst að tryggja að yfirlýsingar Glitnis um fjárhag sinn og fjármál til stuðings útboðinu í september væru réttar," segir m.a. í stefunni. „Þrátt fyrir skýra skyldu PwC samkvæmt íslenskum lögum og skyldum um fyrirspurnir og rannsóknir."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×