Innlent

Minnisvarði um Sveinbjörn allsherjargoða

Fyrsti allsherjargoði Ásatrúarfélagsins.
Fyrsti allsherjargoði Ásatrúarfélagsins.
Minnisvarði um Sveinbjörn Beinteinsson, fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins og rímnaskálds, verður vígður við hátíðlega athöfn í Öskjuhlíð í dag.

Myndarlegum minnisvarða um Sveinbjörn hefur verið komið fyrir á reitnum þar sem hof ásatrúarmanna mun rísa og mun Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði vígja steininn og hylla landvætti ásamt fleiri goðum félagsins.

Að því loknu verður hefðbundin sumargleði í húsnæði félagsins við Síðumúla þar sem börn og fullorðnir koma saman, grilla pylsur, skemmta sér og fagna sumarkomunni. Athöfnin hefst klukkan 15 og eru allir velkomnir. - bs


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×