FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða 18. september 2010 07:54 Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira