FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða 18. september 2010 07:54 Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. Fram kemur í fréttinni að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið á samningafundum um málið í Kaupmannahöfn allan gærdaginn. Málið sé í höfn og það verði lífeyrissjóðirnir ATP og PFA sem kaupi bankann í samvinnu við sænska tryggingarfélagið Folksam. Berlinske Tidende hefur það eftir heimildum að skilanefnd Kaupþings, formlegur eigandi FIH, sé síður en svo ánægð með málalokin. Salan á FIH var knúin í gegn af bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) en skilanefndin telur að hægt hefði verið að ná fram betra verði fyrir bankann ef hann væri seldur síðar. Eins og áður hefur komið fram vildi skilanefndin heldur taka tilboði annars hóps kaupenda, fimm danskra lífeyrissjóða ásamt breska fjárfestingasjóðnum Triton, en það tilboð gerði ráð fyrir lægri útborgun og síðan greiðslum í samræmi við hve rekstur FIH gengi vel í framtíðinni. Seðlabanki Íslands á 500 milljóna evra, eða um 77 milljarða kr. veð í FIH og fær Seðlabankinn þá fjárhæð í hendur eftir undirritun kaupsamnings á mánudag. Fram hefur komið í fréttum Berlinske Tidende að ATP lífeyrissjóðurinn hafi verið í kjöraðstöðu við kaupin á FIH þar sem sjóðurinn hafði veitt bankanum 15 milljarða danskra kr. lánalínu í kjölfar fjármálakreppunnar á síðasta ári. Berlinske hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða mjög hagstætt verð á bankanum fyrir ATP, PFA og Folksam, nánast útsöluverð. Það verði að skoða í því ljósi að um næstu mánaðarmót fellur niður ríkisábyrgð sem FIH fékk gegnum bankpakke II á 50 milljarða danskra kr. skuldabréfaútgáfu bankans. Niðurfellingin olli svo aftur því að Finansiel Stabilitet knúði fram söluna á FIH núna.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira