Innlent

Árbótarmálið í hnotskurn

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Fréttablaðið hefur undanfarna þrjá daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert þvert gegn vilja Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármálaráðherra segir að sanngirnissjónarmið hafi ráðið för. Barnaverndarstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjáraukalög.

Þegar Braga var tilkynnt um að til stæði að greiða eigendum Árbótar 30 milljónir í bætur mótmælti hann því enda mat Barnaverndarstofa það svo að uppsagnarákvæðið í samningnum við Árbót hefði verið skýrt og því bæri ekki greiða eigendum Árbótar meira en sex mánaða uppsagnarfrest. Í bréfi sem blaðið hefur undir höndum segist Bragi ekki telja það „samræmast góðri og vandaðri stjórnsýslu að gengið sé frá málinu án þess að leitað sé sjónarmiða ríkislögmanns um greiðsluskyldu ríkissjóðs vegna uppsagnar samningsins”.

Ráðherrarnir töldu ekki ástæðu til að leita álits ríkislögmanns. Í Fréttablaðinu í gær var Árni Páll spurður hvers vegna það hefði ekki verið gert. „Ég er lögfræðingur sjálfur og get alveg lesið hvað stendur í þessu uppsagnarákvæði. Það er ekki ótvírætt - langt frá því.”

Árni Páll Árnason og Valgerður Sverrisdóttir - myndir fyrir Bitbein - dálk á leiðarasíðu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×