Afli Samherja hjá ESB 31. ágúst 2010 18:40 Dótturfélög Samherja eru með þúsundir eða tugi þúsunda tonna veiðiheimilda innan Evrópusambandsins. Aflaheimildir dótturfélaganna í útlöndum eru margfalt meiri en móðurfélagið hefur á Íslandi. Andstaða íslenskra útgerða við aðild að Evrópusambandinu byggir að stórum hluta á ótta þeirra við að með aðild geti útlendingar eignast meirihluta í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Þessi ótti hefur ekki hindrað íslenskra útgerðir í að komast yfir gífurlega verðmætar aflaheimildir innan Evrópusambandsins, í gegnum fyrirtæki sem eru alfarið í þeirra eigu. Samherji er öflugasta útgerðarfélag Íslands en fyrirtækið er einnig mjög umsvifamikið í veiðum innan Evrópusambandsins og hefur yfir að ráða stórum hluta af úthafsveiðiheimildum nokkurra ríkja innan sambandsins. Fyrirtækið er með dótturfélög á Englandi, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi og fær úthlutað kvóta hjá þeim öllum. Þá eru dótturfélög með veiðiheimildir í Færeyjum og í Noregi. Dótturfélag eða félög Samherja eiga líka miklar veiðiheimildir í afríkuríkjunum Máritaníu og Marokko. Í gögnum fyrirtækisins frá árinu 2007 sem fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að Samherjasamsteypan veiddi yfir 500 þúsund tonn á ári á þeim tíma. En árið 2007 aflaði Samherji 117 þúsund tonnum með íslenskum veiðiheimildum. Rúmlega 380 þúsund tonn voru veidd með aflaheimildum annarra ríkja. Forsvarsmönnum Samherja var boðið að koma í viðtal vegna þessarar fréttar og skýra út hvernig þessar heimildir skiptast á milli einstakra ríkja, en kusu að tjá sig ekki og vildu ekki veita fréttastofunni frekari upplýsingar. Sögðu þó að stærsti hluti afla hjá öðrum ríkjum væri uppsjávarfiskur í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Miðað við skipaflota dótturfélaganna í Evrópusambandsríkjunum Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi má þó áætla að veiðiheimildir þar skipti þúsundum og jafvel tugum þúsunda tonna. Þá hefur verið fullyrt við fréttastofu að dótturfélög Samherja veiði meirihlutann af úthafsveiðiheimildum Breta. Þegar Íslendingar semja um úthafsveiðikvóta við nágrannaríki, má því segja að Samherji sé báðum megin samningaborðsins, á Íslandi og innan Evrópusambandsins. Ekki liggur fyrir hvort Samherji fái veiðiheimildir sínar í Afríku með beinum samningum við stjórnvöld þar. Evrópusambandið er með viðamikla samninga við Máritaníu og Marokko um fjárhagslega og tæknilega aðstoð gegn því að fá veiðiheimildir innan ríkjanna, og því verður að teljast líklegt að Samherji fái sínar veiðiheimildir í þessum ríkjum í gegnum Evrópusambandið. Þá sækja fulltrúar fyrirtækisins fundi þar sem verið er að ræða útdeilingu á fiskveiðiheimildum innan sambandsins. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Dótturfélög Samherja eru með þúsundir eða tugi þúsunda tonna veiðiheimilda innan Evrópusambandsins. Aflaheimildir dótturfélaganna í útlöndum eru margfalt meiri en móðurfélagið hefur á Íslandi. Andstaða íslenskra útgerða við aðild að Evrópusambandinu byggir að stórum hluta á ótta þeirra við að með aðild geti útlendingar eignast meirihluta í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Þessi ótti hefur ekki hindrað íslenskra útgerðir í að komast yfir gífurlega verðmætar aflaheimildir innan Evrópusambandsins, í gegnum fyrirtæki sem eru alfarið í þeirra eigu. Samherji er öflugasta útgerðarfélag Íslands en fyrirtækið er einnig mjög umsvifamikið í veiðum innan Evrópusambandsins og hefur yfir að ráða stórum hluta af úthafsveiðiheimildum nokkurra ríkja innan sambandsins. Fyrirtækið er með dótturfélög á Englandi, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi og fær úthlutað kvóta hjá þeim öllum. Þá eru dótturfélög með veiðiheimildir í Færeyjum og í Noregi. Dótturfélag eða félög Samherja eiga líka miklar veiðiheimildir í afríkuríkjunum Máritaníu og Marokko. Í gögnum fyrirtækisins frá árinu 2007 sem fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að Samherjasamsteypan veiddi yfir 500 þúsund tonn á ári á þeim tíma. En árið 2007 aflaði Samherji 117 þúsund tonnum með íslenskum veiðiheimildum. Rúmlega 380 þúsund tonn voru veidd með aflaheimildum annarra ríkja. Forsvarsmönnum Samherja var boðið að koma í viðtal vegna þessarar fréttar og skýra út hvernig þessar heimildir skiptast á milli einstakra ríkja, en kusu að tjá sig ekki og vildu ekki veita fréttastofunni frekari upplýsingar. Sögðu þó að stærsti hluti afla hjá öðrum ríkjum væri uppsjávarfiskur í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Miðað við skipaflota dótturfélaganna í Evrópusambandsríkjunum Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi má þó áætla að veiðiheimildir þar skipti þúsundum og jafvel tugum þúsunda tonna. Þá hefur verið fullyrt við fréttastofu að dótturfélög Samherja veiði meirihlutann af úthafsveiðiheimildum Breta. Þegar Íslendingar semja um úthafsveiðikvóta við nágrannaríki, má því segja að Samherji sé báðum megin samningaborðsins, á Íslandi og innan Evrópusambandsins. Ekki liggur fyrir hvort Samherji fái veiðiheimildir sínar í Afríku með beinum samningum við stjórnvöld þar. Evrópusambandið er með viðamikla samninga við Máritaníu og Marokko um fjárhagslega og tæknilega aðstoð gegn því að fá veiðiheimildir innan ríkjanna, og því verður að teljast líklegt að Samherji fái sínar veiðiheimildir í þessum ríkjum í gegnum Evrópusambandið. Þá sækja fulltrúar fyrirtækisins fundi þar sem verið er að ræða útdeilingu á fiskveiðiheimildum innan sambandsins.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira