Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar 9. september 2009 11:59 Bjarni Ármannsson. MYNd/Stefán Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. DV fullyrðir í dag að Bjarni hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um niðurfellingu á rúmlega 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélagsins Imagine Investments sem eru í eigu Bjarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta rétt, nema að það var slitastjórn gamla Glitnis sem sá um samkomulagið. Ekki er þó enn búið að afskrifa skuldina. Bjarni segist í frétt DV hafa tekið lán hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármágna kaup sín á tólf prósenta hlut í Glitni Property Holding fyrir 970 milljónir króna, þar af hafi um 714 milljónir verið lán frá Glitni. Þá var liðið hálft ár síðan hann lét af störfum fyrir bankann, en virðist þó ekki hafa átt í vandræðum með að fá himinhá lán á þessum fyrrverandi vinnustað sínum. Þar sem kaup Bjarna fóru fram í gegnum eignarhaldsfélag er hann ekki í persónulegri ábyrgð fyrir láninu, sem er eingöngu veitt gegn veðum í hlutabréfunum sjálfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók skilanefnd Glitnis yfir bréf Bjarna í Glitni Property Holding, sem Glitnir banki átti auk þess helming í. Skilanefndin seldi síðan þetta norræna fasteignafélag skömmu síðar. Ekki fékkst uppgefið hvað skilanefndin fékk fyrir sölu bréfanna - en það mun þó ekki hafa verið nein draumaniðurstaða. Bjarni kveðst í DV hafa komist að samkomulagi við bankann, hann hafi borgað eitthvað - hversu mikið þetta eitthvað er vill hann ekki upplýsa - restin, líklega um 800 milljónir króna sitji eftir í gamla Glitni. Þess má geta að Bjarni seldi hlutabréf sín í Glitni þegar hann lét af störfum sem forstjóri, og var þá talið að hann hefði fengið uppundir sjö milljarða króna fyrir bréfin. Auk þess fékk hann myndarlega starfslokagreiðslu. Þess má einnig geta - fyrir þá sem renna hýru auga til slitastjórnar um niðurfellingu skulda - að almenningur er jú meira og minna í persónulegum ábyrgðum fyrir sínar skuldir, enda stofnað til þeirra á kennitölu einstaklinga en ekki einkahlutafélaga þar sem persónuleg ábyrgð eigenda er engin. DV hefur eftir Bjarna í dag að það væri náttúrulega bara óábyrgð meðferð á fé af sinni hálfu að borga skuldina. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. DV fullyrðir í dag að Bjarni hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um niðurfellingu á rúmlega 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélagsins Imagine Investments sem eru í eigu Bjarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta rétt, nema að það var slitastjórn gamla Glitnis sem sá um samkomulagið. Ekki er þó enn búið að afskrifa skuldina. Bjarni segist í frétt DV hafa tekið lán hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármágna kaup sín á tólf prósenta hlut í Glitni Property Holding fyrir 970 milljónir króna, þar af hafi um 714 milljónir verið lán frá Glitni. Þá var liðið hálft ár síðan hann lét af störfum fyrir bankann, en virðist þó ekki hafa átt í vandræðum með að fá himinhá lán á þessum fyrrverandi vinnustað sínum. Þar sem kaup Bjarna fóru fram í gegnum eignarhaldsfélag er hann ekki í persónulegri ábyrgð fyrir láninu, sem er eingöngu veitt gegn veðum í hlutabréfunum sjálfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók skilanefnd Glitnis yfir bréf Bjarna í Glitni Property Holding, sem Glitnir banki átti auk þess helming í. Skilanefndin seldi síðan þetta norræna fasteignafélag skömmu síðar. Ekki fékkst uppgefið hvað skilanefndin fékk fyrir sölu bréfanna - en það mun þó ekki hafa verið nein draumaniðurstaða. Bjarni kveðst í DV hafa komist að samkomulagi við bankann, hann hafi borgað eitthvað - hversu mikið þetta eitthvað er vill hann ekki upplýsa - restin, líklega um 800 milljónir króna sitji eftir í gamla Glitni. Þess má geta að Bjarni seldi hlutabréf sín í Glitni þegar hann lét af störfum sem forstjóri, og var þá talið að hann hefði fengið uppundir sjö milljarða króna fyrir bréfin. Auk þess fékk hann myndarlega starfslokagreiðslu. Þess má einnig geta - fyrir þá sem renna hýru auga til slitastjórnar um niðurfellingu skulda - að almenningur er jú meira og minna í persónulegum ábyrgðum fyrir sínar skuldir, enda stofnað til þeirra á kennitölu einstaklinga en ekki einkahlutafélaga þar sem persónuleg ábyrgð eigenda er engin. DV hefur eftir Bjarna í dag að það væri náttúrulega bara óábyrgð meðferð á fé af sinni hálfu að borga skuldina.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira