Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar 10. desember 2009 04:30 Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. Fréttablaðið/Anton Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“