Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar 10. desember 2009 04:30 Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. Fréttablaðið/Anton Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira
Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira