Viðskipti innlent

Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi

Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq Omx. Þar segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og hugbúnaðargerð fyrir fjármálafyrirtæki.

Fyrirtækið er í viðskiptum við yfir 20 fjármálafyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Helstu vörur fyrirtækisins eru seldar undir Libra vörumerkinu og eru helstu vörur Libra Securities, Libra Loan og Libra Pension.

Eigendaskipti á fyrirtækinu munu ekki hafa nein áhrif á þjónustustig þess. Núverandi viðskiptavinir hins nýja fyrirtækis munu sem fyrr njóta sérfræðiþekkingar og þjónustu þess í framtíðinni.

Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital hf. annaðist söluferlið.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.