Innlent

Bangsi kominn heim

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigurður Guðmundsson er búinn að fá ísbjörninn sinn aftur.
Sigurður Guðmundsson er búinn að fá ísbjörninn sinn aftur.

„Hann er kominn heim og kominn á sinn stað í veröldinni," segir Sigurður Guðmundsson, verslunareigandi, sem varð fyrir því að ísbjarnarlíki í hans eigu var stolið. Bangsinn er nú fundinn og kominn aftur fyrir utan verslunina The Viking á Laugarvegi.

„Allir glaðir og ekkert vesen," segir Sigurður. „Börnin í Reykjavík geta tekið gleði sína á ný."

Sigurður var farinn að sakna bangsa og tók til þess ráðs að bjóða fundarlaun hverjum þeim sem gæti leitt hann á sporið, eins og fram kom á Vísi í gær. Sigurður sagðist hafa fundið ísbjörninn sinn eftir krókaleiðum sem hann frábað sér að fara nánar út í, en þakkaði fréttaflutningi Vísis að björninn hafi skilað sér.






Tengdar fréttir

Heitir fundarlaunum fyrir ísbjörn

„Ég reyni alltaf að gera eitthvað gott fyrir fólk og gleðja það og þess vegna þoli ég þetta ekki,“ segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður, sem varð fyrir því óláni að ísbjarnarlíki í hans eigu var stolið fyrir utan verslun hans, The Viking, við Laugarveg 1. „Skítt með hvað þetta kostar,“ bætir hann við.

Ísbirni stolið af hrekkjalómi

„Ég er með tvo ísbirni þarna fyrir utan og nú er annað kvikindið horfið,“ segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri. Sigurður vann sér það til frægðar í síðasta mánuði að narra bæði Morgunblaðið og lögregluna með ísbjarnagabbi. Sigurður varð fyrir því óláni í dag að samskonar ísbjarnarlíki og Sigurður notaði við gabbið var stolið fyrir utan verslun hans The Viking á Laugarvegi 1 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×