Viðskipti innlent

Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögbanni af RÚV hefur verið aflétt. Mynd/ Pjetur.
Lögbanni af RÚV hefur verið aflétt. Mynd/ Pjetur.
Lögbann á fréttaflutning RÚV af lánum Kaupþings hefur verið afturkallað. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag að ósk RÚV, eftir því sem kom fram í fréttum þeirra klukkan fjögur.

Sýslumaður setti lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af lánabók bankans rétt fyrir sjónvarpsfréttir RÚV klukkan sjö á laugardagskvöld. Það hefur vakið hörð viðbrögð meðal stjórnmálamanna og bloggara auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu mótmælti því í sameiginlegri ályktyun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×