Viðskipti innlent

Frumlegir Færeyingar

Færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í Kauphöllina hér héldu fjárfestaþing í gær þar sem þau kynntu starfsemi sína og afkomu upp á síðkastið. Þingið var vel sótt og góður rómur gerður að því.

Upplýsingamappa með gögnum um færeysku fyrirtækin sló sérstaklega í gegn. Eins og flestir vita eru upplýsingamöppur fremur sterílar og leiðinlegar, yfirleitt úr plasti eða leðri og enda oftar en ekki undir haug af rusli áður en Sorpa tekur við. Þessi var hins vegar handgerð úr ull eftir færeyska handverkskonu.

Vægt til orða tekið var þetta snilldarverk, sem sjaldan ef nokkurn tíma hefur sést á kynningarfundum hér á landi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×