Lítið eftir af símapeningunum 28. nóvember 2009 19:30 Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira