Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun 8. október 2009 15:06 Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira