Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust 3. júlí 2009 08:00 Vesturportsfólkið Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson vinnur nú að nýrri leikgerð Faust ásamt tónlistarséníunum Nick Cave og Warren Ellis. Sýningin verður svo sett upp í Berlín, Hamborg og London. „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með." Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með."
Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“