Viðskipti innlent

Raunsnerting

Guðjón Már Guðjónsson, löngum kenndur við hugbúnaðarfyrirtækið Oz, á hrós skilið fyrir að hvetja til frumkvöðlahugsunar eftir bankahrunið í fyrra.

Fyrir um hálfum mánuði stofnaði Guðjón Hugmyndaráðuneyti. Á fundum ráðuneytisins getur fólk hlýtt á reynslusögur frumkvöðla og tengdra aðila og myndað tengsl sín á milli. Guðjón sagði í samtali við Markaðinn fyrir viku sér hafa fundist vanta vettvang fyrir fólk til að hittast í raunveruleikanum og mynda tengsl.

Segja má að Guðjón sé þarna kominn í hring en fyrir um áratug vann Oz að þróun þrívíddarhugbúnaðar sem gaf netverjum kost á að hittast og mynda tengsl í rafrænum heimi á rauntíma.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×