Innlent

Kjörseðlarnir kláruðust í Borgarnesi

Frá Borgarnesi
Frá Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi sér um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu nú fyrir alþingiskosningarnar. Mikið af fólki dvelur í sumarbústöðum í grenndinni og kýs utankjörstaða í Borgarnesi. Það gerðist hinsvegar í dag að kjörseðlarnir kláruðust og var þónokkur fjöldi sem gat ekki kosið og þurfti að bíða eftir fleiri atkvæðaseðlum. Sækja þurfti þá í Búðardal.

Ríkharður Másson formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi segir þessa kosningu ekki koma sér við en hann staðfesti þó að hann hefði heyrt af málinu sem honum þótti leitt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×