Handbolti

Unnusti Margrétar Láru semur við IFK Kristianstad

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Örn Guðmundsson.
Einar Örn Guðmundsson.

Handknattleiksmaðurinn Einar Örn Guðmundsson hefur samið við sænska félagið IFK Kristianstad en hann kemur frá Víkingi. IFK Kristianstad keppir í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eftir að hafa lent í öðru sæti í Allsvenkan á síðasta keppnistímabili.

Einar Örn hefur verið að æfa með liðinu undanfarið og hefur heillað forráðamenn félagsins. „Einar Örn er dæmigerður íslenskur handboltamaður þar sem hann er bæði sterkur og spilar af miklum krafti," segir Tobias Persson, yfirmaður íþróttamála hjá IFK Kristianstad í samtali við opinbera heimasíðu félagsins.

Einar Örn lék 15 leiki með Víkingum á síðasta keppnistímabili í N1-deildinni og skoraði í þeim leikjum 50 mörk en áður lék hann með Aftureldingu, Selfossi og Val.

Unnusta Einars Arnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, leikur sem kunnugt er knattspyrnu með Kristianstads DFF í sænsku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×