Viðskipti innlent

Ísland suðursins

Íbúar í arabaríkinu Dúbaí eru nú eflaust að upplifa álíka áfall og við Íslendingar í fyrrahaust þegar skuldatryggingarálagið rauk upp í hæstu hæðir áður en efnahagshrunið reið yfir af fullum þunga.

Eins og fram kom í vikubyrjun er álagið í Dúbaí reyndar meira en álagið hér og þykir það vísbending um að ríkið geti lent í vandræðum með afborganir af lánum. Sérfræðingar segja þó fátt benda til að svo verði.

Á því gullaldarári 2007 eða hér um bil var Ísland nefnt Dúbaí norðursins. Miðað við stöðuna sem komin er upp mætti sosum kalla Dúbaí með réttu Ísland suðursins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×