Körfubolti

Helena fyrst til að vera valin fimm ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir í leik með landsliðinu á móti Hollandi í haust.
Helena Sverrisdóttir í leik með landsliðinu á móti Hollandi í haust. Mynd/Valli

Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson voru í gær valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2009 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þau settu bæði með því met, Jón Arnór fékk þessa útnefningu í sjöunda sinn og Helena varð fyrst til þess að hljóta hana fimm ár í röð.

Jón Arnór hefur verið valinn Körfuknattleiksmaður ársins sjö sinnum á síðustu átta árum en hann fékk þessi verðlaun í fjögur ár í röð frá 2002 til 2005. Helena náði að bæta þann árangur nú en engin önnur körfuboltakona hefur fengið þessi verðlaun frá árinu 2005.

Jón Arnór spilaði með þremur liðum á árinu, KR, Benetton Treviso og CB Granada en hann varð Íslandsmeistari með KR og kosinn besti leikmaður tímabilsins.

Helena lék með TCU-skólanum í Bandaríkjunum á þessu ári og hefur staðið sig frábærlega í leiðtogahlutverki hjá liðinu.

Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998:
1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir
1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð
2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir
2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir
2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir
2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir
2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

Oftast valin Körfuboltamaður ársins:
7 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009)
5 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009)
4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993)
3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977)
2 Jón Sigurðsson (1976, 1978)
2 Valur Ingimundarson (1984, 1988)
2 Guðmundur Bragason (1991, 1996)
2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998)
2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004)

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.