Viðskipti erlent

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Bandarískir miðlarar skoða gengið.
Bandarískir miðlarar skoða gengið. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Væntingar fjárfesta um hugsanlega stýrivaxtalækkun annað kvöld vestanhafs virkaði hins vegar hvetjandi á móti og kom í veg fyrir dýfu, líkt og vefmiðillinn The Street bendir á.

Meirihluti fjárfesta vestanhafs væntir þess að stýrivextir lækki um fimmtíu punkta. Verði það raunin verða stýrivextir í Bandaríkjunum einungis 0,5 prósent.

Til samanburðar eru stýrivextir hér átján prósent.

Þá er frekari tíðinda að vænta úr húsakynnum bandaríska seðlabankans, að sögn The Street.

S&P 500-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,24 prósent og Dow Jones-vísitalan um 0,74 prósent.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×