Zdravevski að fá íslenskt ríkisfang 27. maí 2008 18:27 Jovan Zdravevski er að feta í fótspor Brenton Birmingham og er að fa íslenskt ríkisfang Körfuboltamaðurinn Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er nú við það að fá íslenskan ríkisborgararétt. Zdravevski hefur leikið með Skallagrími og KR en gekk í raðir Stjörnunnar á síðustu leiktíð. Stjörnumenn hafa fengið til sín tvo leikmenn fyrir átökin á næsta tímabili, þá Justin Shouse sem lék með Snæfelli og Ólaf Sigurðsson frá ÍR. "Þetta hefur svosem enga sérstaka þýðingu fyrir okkur eins og staðan er núna. Hann er atvinnumaður og er á launum hjá Stjörnunni eftir sem áður. Ætli við getum ekki sagt að við spilum þá á tveimur útlendingum á næsta tímabili. Það væri þá ekki nema 2+3 reglan detti á varðandi útlendinga á næstunni, en ef svo væri myndi þetta hafa aukna þýðingu fyrir okkur," sagði Bragi Magnússon, þjálfari Stjörnunnar í samtali við Vísi. Stjörnumenn eru nú byrjaðir að æfa létt fyrir næsta vetur en æfingar byrja á fullu í næsta mánuði. Markmiðin eru skýr hjá Garðbæingum fyrir næsta vetur. "Markmið okkar í fyrra var að komast í úrslitakeppnina þar sem okkur fannst of hóflegt að ætla okkur bara að halda sæti okkar í úrvalsdeildinni. Það sama verður uppi á teningnum næsta vetur, en þá verður allt annað en að komast í úrslitakeppnina óásættanlegt. Við viljum ekki hljóma hrokafullir, en það er bara hugur í mönnum hérna," sagði Bragi. Hann segir mynd að koma á leikmannamálin fyrir næsta vetur en segir félagið eiga eftir að verða sér út um miðherja fyrir átökin og vonir standi til um að það verði komið á hreint áður en undirbúningsmótin fari af stað. "Við höfðum litla sem enga reynslu af því að spila í efstu deild en við lærðum gríðarlega mikið á síðasta vetri. Það á við um bæði mig og leikmenn, stjórn og alla sem komu að því að halda utan um liðið. Stemmingin í Ásgarði var frábær og það er að eiga sér stað ákveðin vakning í körfuboltanum hér í Garðabæ," sagði Bragi. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er nú við það að fá íslenskan ríkisborgararétt. Zdravevski hefur leikið með Skallagrími og KR en gekk í raðir Stjörnunnar á síðustu leiktíð. Stjörnumenn hafa fengið til sín tvo leikmenn fyrir átökin á næsta tímabili, þá Justin Shouse sem lék með Snæfelli og Ólaf Sigurðsson frá ÍR. "Þetta hefur svosem enga sérstaka þýðingu fyrir okkur eins og staðan er núna. Hann er atvinnumaður og er á launum hjá Stjörnunni eftir sem áður. Ætli við getum ekki sagt að við spilum þá á tveimur útlendingum á næsta tímabili. Það væri þá ekki nema 2+3 reglan detti á varðandi útlendinga á næstunni, en ef svo væri myndi þetta hafa aukna þýðingu fyrir okkur," sagði Bragi Magnússon, þjálfari Stjörnunnar í samtali við Vísi. Stjörnumenn eru nú byrjaðir að æfa létt fyrir næsta vetur en æfingar byrja á fullu í næsta mánuði. Markmiðin eru skýr hjá Garðbæingum fyrir næsta vetur. "Markmið okkar í fyrra var að komast í úrslitakeppnina þar sem okkur fannst of hóflegt að ætla okkur bara að halda sæti okkar í úrvalsdeildinni. Það sama verður uppi á teningnum næsta vetur, en þá verður allt annað en að komast í úrslitakeppnina óásættanlegt. Við viljum ekki hljóma hrokafullir, en það er bara hugur í mönnum hérna," sagði Bragi. Hann segir mynd að koma á leikmannamálin fyrir næsta vetur en segir félagið eiga eftir að verða sér út um miðherja fyrir átökin og vonir standi til um að það verði komið á hreint áður en undirbúningsmótin fari af stað. "Við höfðum litla sem enga reynslu af því að spila í efstu deild en við lærðum gríðarlega mikið á síðasta vetri. Það á við um bæði mig og leikmenn, stjórn og alla sem komu að því að halda utan um liðið. Stemmingin í Ásgarði var frábær og það er að eiga sér stað ákveðin vakning í körfuboltanum hér í Garðabæ," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira