Innlent

Augljóst að kosningasjóður borgaði fötin segir fyrrverandi formaður SUF

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. MYND/Gunnar

Fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna segir í pistli heimasíðu sinni augljóst að kosningasjóður hafi borgað fyrir föt Björns Inga í síðustu kosningabáráttu. Hann hafi kallað eftir reikningum kosningabaráttunnar þegar hann sat í stjórn kjördæmasambandsins í Reykjavík en ekki fengið.

Upphaf málsins má rekja til bréfs sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um fatakaup forystumannaflokksins í borginni og sagt gróusögur hafi grasserað um að þeir hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins.

Í nýjum pistli á heimasíðu sem að Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna, heldur úti segist Haukur hafa séð fötin á kosningaskrifstofu flokksin sá sínum tíma. Haukur segir augljóst að Björn Ingi hafi fengið fötin frítt á kostnað kosningasjóðsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, enda hafi Björn Ingi passað sig á að þræta ekki fyrir það. Haukur segir rétt að flokkurinn á landsvísu hafi ekki greitt fyrir fötin en bókhaldi einstakra kosningabaráttan sé haldið aðskyldu frá flokksskrifstofunni.

Haukur Logi segir að þegar hann hafi setið í stjórn kjördæmasambands Reykjavíkur hafi hann ítrekað kallað eftir reikningum úr kosningabaráttu flokksins. Mjög fáir einstaklingar fái hins vegar að sjá reikningana og hann ekki fengið að sjá þá þrátt fyrir að kosningabaráttan sé háð á ábyrgð stjórnar kjördæmasambandsins.

Björn Ingi tilkynnti fréttastofu fyrir hádegi að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið í dag. Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær svaraði Björn Ingi því ekki beint hvort að hann hefði keypt fötin fyrir peninga flokksins. Björn sagðist þreyttur á innanflokkserjum og þurfa að íhuga hvort að hann treysti sér til að starfa áfram undir merkjum flokksins.

Í gærkvöldi sendi Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem það segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni. Sambandið segir bréf Guðjóns Ólafs sem sent var vera vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×