Rauði baróninn stendur undir nafni 9. júní 2008 11:40 Ingvar Ólason, leikmaður Fram, fær hér að líta gula spjaldið hjá Garðari Erni í gær. Mynd/Vilhelm Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira