Erlent

Þrýst á Mbeki að segja af sér

Thabo Mbeki á blaðamannfundi í Harare í fyrradag.
Thabo Mbeki á blaðamannfundi í Harare í fyrradag. MYND/AFP

Þrýst er á Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku að segja af sér sem forseti í kjölfar þess að dómari vísaði í gær frá spillingamáli sem var höfðað gegn Jacob Zuma, forseta Afríska þjóðarráðsins.

Mbeki er sakaður um að hafa beitt pólitískum áhrifum sínum svo Zuma yrði lögsóttur. Zuma fór með sigur af hólmi í forsetakjöri Afríska þjóðarráðsins á síðasta ári en hann keppti um embættið við Mbeki.

Í kjölfar dómsins í gær er talið öruggt að Zuma taki við af Mbeki sem forseti eftir kosningar á næsta ári þegar kjörtímabili Mbeki líkur.

Skammt er stórra högga á milli hjá Mbeki því undanfarið hefur hann reynt að miðla málum í deilu stríðandi fylkinga í Simbabve en nú hefur verið tilkynnt um samkomulag sem verður gert opinbert á mánudaginn og Mbeki hafði milligöngu um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×