Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu skríður yfir 50 dollara tunnan

Heimsmarkaðsverð á olíu skreið yfir 50 dollara á tunnuna í dag. Þetta kom í framhaldi af yfirlýsingu frá Chakib Khelil forsta OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að Saudi-arabar hefðu þegar dregið úr framleiðslu sinni.

Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni E24.no er framundan fundur hjá OPEC á miðvikudag þar sem ákveða á frekari niðurskurð á olíuframleiðslu ríkja innan samtakanna.

Samkvæmt Khelil hefur Saudi-Arabía þegar skorið niður sína framleiðslu um 8%. Áður hefur olíumálaráðherra landsins sagt að þeir geti sætt sig við verð sem nemi 75 dollurum á tunnuna.

Olíuverðið lækkaði í tæplega 40 dollara á tunnuna fyrir hálfri annari viku síðan en hefur smátt og smátt verið að hækka aftur þar sem menn vænta þess að töluvert verði dregið úr framleiðslu OPEC í þessum mánuði eða um 1,5 til 2 milljónir tunna á dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×