Viðskipti innlent

Breytingar hjá Yggdrasil

Nýr framkvæmdastjóri Yggdrasils leggur áherslu á aukið vöruúrval og að efla smásölu. mynd/Yggdrasill
Nýr framkvæmdastjóri Yggdrasils leggur áherslu á aukið vöruúrval og að efla smásölu. mynd/Yggdrasill

Fjárfestingarsjóðurinn Arev N1 hefur keypt helmingshlut í fyrirtækinu Yggdrasil og er fyrirtækið þar með alfarið í eigu Arev N1.

Í kjölfar breytinga á eignarhaldi hefur Dina Akhmetzhanova verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við munum halda áfram að þróa Yggdrasil í takt við það góða starf sem unnið hefur verið síðustu ár við kynningu og markaðssetningu á lífrænt ræktuðum vörum. Við munum halda áfram að auka vöru­úrval og stefnum jafnframt að því að efla smásöluverslunina enn frekar með aukinni þjónustu og fræðslu,“ segir Dina.

Yggdrasill er ein elsta verslun á Íslandi með lífrænt ræktaðar vörur, en fyrirtækið hefur stundað bæði heild- og smásölu frá árinu 1986. Yggdrasill selur yfir 3.000 lífrænt ræktaðar vörutegundir. Auk matvara býður verslunin til að mynda lífrænar snyrtivörur, hreinlætisvörur og fatnað, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. - bþa





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×