Íslenski boltinn

Helgi og Hólmfríður best - skandall í kosningu?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður með bikarmeistarabikarinn.
Hólmfríður með bikarmeistarabikarinn. Mynd/Daníel

Lokahóf KSÍ var haldið í gær með pompi og prakt en var þó ekki án afar umdeildra atvika.

Helgi Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Landsbankadeildar karla og Matthías Vilhjálmsson, FH, efnilegastur.

KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var kjörin best í Landsbankadeild kvenna og Rakel Hönnudóttir, Þór/KA, efnilegust.

Fótbolti.net greindi frá því að skilaboð hafi gengið milli leikmanna í Landsbankadeild kvenna að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur, leikmann Vals, sem leikmann ársins í deildinni. Hún var markahæst í deildinni í ár með 38 mörk sem er nýtt markamet.

KR-ingar fengu verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina í Landsbankadeild karla og Valsmenn sömu verðlaun í Landsbankadeild kvenna.

Valsmenn tóku háttvísisverðlaunin í bæði karla- og kvennaflokki. Guðmundur Benediktsson fékk einstaklingsverðlaun í þessum flokki og Katrín Jónsdóttir í kvennaflokki. Bæði eru leikmenn Vals.

Markahæstu menn voru ekki heiðraðir með gull-, silfur- og bronsskóm þar sem þeir bárust ekki til landslins í tæka tíð. Mistök urðu til þess að verðlaunagripirnir voru sendir til Írlands í stað Íslands.

Markahæstu menn í Landsbankadeild karla:

1. Jónas Grani Garðarsson, Fram (13 mörk)

2. Helgi Sigurðsson, Val (12)

3. Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki (8)

Markahæstu menn í Landsbankadeild kvenna:

1. Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (38)

2. Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR (19)

3. Olga Færseth, KR (16)

Þá voru lið ársins í Landsbankadeild karla og kvenna valin:

Landsbankadeild karla:

Markvörður: Fjalar Þorgeirsson, Fylki.

Varnarmenn: Atli Sveinn Þórarinsson, Val, Barry Smith, Val, Dario Cingel, ÍA, Sverrir Garðarsson, FH.

Miðvallarleikmenn: Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val, Bjarni Guðjónsson, ÍA, Davíð Þór Viðarsson, FH, Matthías Guðmundsson, Val.

Sóknarmenn: Helgi Sigurðsson, Val og Jónas Grani Garðarsson, Fram.

Landsbankadeild kvenna:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.

Varnarmenn: Alicia Maxine Wilson, KR, Ásta Árnadóttir, Val, Guðný Björk Óðinsdóttir, Val, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Breiðabliki.

Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR, Katrín Jónsdóttir, Val, Katrín Ómarsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR.

Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val og Olga Færseth, KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×