Innlent

Ekki ráðlegt að telja á fleiri en einum stað

Atkvæði af Norðvesturlandi voru talin í Borgarnesi
Atkvæði af Norðvesturlandi voru talin í Borgarnesi Myndir/Vilhelm

Það vakti athygli í nótt hve lengi tók að fá lokaniðurstöðu í kosningunum í gær í Norðvesturkjördæmi. Síðustu tölur voru ekki lesnar upp fyrr en tíu mínútum fyrir níu í morgun. Tölur úr öðrum kjördæmum höfðu þá legið fyrir í um tvo klukkutíma. Formaður kjörstjórnar í kjördæminu segir þó óráðlegt að telja á fleiri en einum stað.

Sigurjón Rúnar Rafnsson, formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að tvennt hafi orsakað tafir á talningunni. „Í fyrsta lagi bárust atkvæði mjög seint af Vestfjörðum eða um hálf fjögur í nótt. Í öðru lagi var óvenju mikið af utankjörfundaratkvæðum en langan tíma tekur að vinna úr þeim," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Hann segir að um fimmtán prósent atvkvæða í kjördæminu hafi verið greidd utan kjörfundar.

Sigurjón segist ekki hrifinn af hugmyndum um það að telja á fleiri en einum stað. „Ég held að það sé ekki rétt að telja á einum stað, en það er spurning hvort kjördæmið eigi að vera eins og það er", segir Sigurjón og vísar til þess hve víðfemt Norðvesturkjördæmi er. Að hans mati borgar sig ekki að hafa fleiri en einn talningarstað þar sem það gæti orsakað rugling.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×