Innlent

Jón segir ekki af sér

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra.

 

Í fréttum Stöðvar 2 sagði hann það eðlilegt lýðræðislegt viðbragð af hálfu flokksins að draga sig til hliðar fari stjórnarmyndunarviðræður í gang. „Skilaboð kjósenda eru að mínu mati mjög skýr." Hann sagði það flokksmanna að ákveða hvort hann sitji áfram sem formaður flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×