Innlent

Ekki liggur fyrir hvenær endanlegar tölur fást í NV-kjördæmi

Frá Borgarnesi þar sem talið er í Norðvesturkjördæmi.
Frá Borgarnesi þar sem talið er í Norðvesturkjördæmi. MYND/Vilhelm

Ekki er búist við að endanlegar tölur í Norðvesturkjördæmi liggi fyrir fyrr en í fyrramálið en þar hefur talningin dregist töluvert. Upphaflega var búist að niðurstöður lægju fyrir á milli klukkan sex og sjö en nú er ljóst að það næst ekki.

Sigurjón Rúnar Rafnsson, formaður kjörstjórnar, segir ástæðurnar fyrir þessum töfum þær að kjörgögn hafi verið lengi að skila sér frá öllum stöðum í kjördæminu og þá eigi eftir að fara yfir utankjörfundaratkvæði. Þau eru um þrjú þúsund talsins sem er óvenju mikið.

Reiknað er með að lokið verði við að telja upp úr kjörkössum klukkan sjö en þá á eftir að fara yfir utankjörfundaratkvæðin.

Von er á tölum úr Suðurkjördæmi innan skamms en búið er að telja í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×