Innlent

Kjörsókn í Reykjavík norður töluvert minni en árið 2003

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður í dag var töluvert minni en fyrir fjórum árum. Samkvæmt kjörstjórn var hún um 67 prósent í dag en var 76,2 prósent árið 2003.

Þórunn Guðmundsdóttir, formaður kjörstjórnar í kjördæminu, segir kjörsókn í Ráðhúsi Reykjavíkur hafa verið lakari en á öðrum kjörstöðum í kjördæminu en hún kann engar sérstakar skýringar á því. Segir hún þó að spurning sé hvort þær umferðartafir sem voru í miðborginni í dag í tengslum við atriði á Listahátíð hafi haft áhrif en vill þó ekkert fullyrða þar um.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×