Innlent

Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar

Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velti fyrir sér að hætta í pólitík eftir að hafa látið borgarstjóraembættið af hendi og endað sem varaþingmaður.

Þetta kemur fram í Nærmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar í umsjón hefur Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem verður á dagskrá strax að loknu Íslandi í dag.

Ingibjörg Sólrún segir líka í þættinum, að sín stóru vonbrigði í pólitk hafi verið að þurfa að hætta sem borgarstjóri. Þegar hún stóð uppi sem varaþingmaður eftir kosningar íhugaði hún hreinlega að hætta alveg.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×