Valskonur flugu á toppinn 19. ágúst 2007 00:01 Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir skorar hér úr vítaspyrnu, eitt af sex mörkum sínum í gær. MYND/Hilmar Bragi Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Enski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Sport „Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sport Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Íslenski boltinn Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Enski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira