Viðskipti innlent

Gróðavon í fasteignaviðskiptum

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson

Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær.



„21. öldin er öld Indlands," sagði Tryggvi á fundinum. Hann segir að Askar Capital hafi þegar ráðið framkvæmdastjóra sem verði yfir starfseminni á Indlandi. Starfsemin ytra muni hefjast á haustmánuðum, en fyrirtækið sé þegar farið að ráða fólk, finna aðstöðu og leita tækifæra. Einhverjir milljarðar verði settir í sjóðinn í upphafi.



Settur verður upp fasteignasjóður sem byggja mun á indverskum fasteignaverkefnum. Sjóðurinn verður skráður og munu fagfjárfestar geta keypt sig inn í hann. Í framhaldinu segir Tryggvi að til standi að byggja upp fleiri sjóði sem byggi á uppbyggingu innviða á Indlandi, vegakerfis, flugvalla, skóla og fleira.



„Það er ljóst að á Indlandi eru gríðarlegir möguleikar," segir Tryggvi. Viðskiptahugmyndin gangi í grunninn út á að kaupa fasteignir sem svo hækki í verði. Þar sem aðeins þurfi að leggja út 10 prósent af verði fasteigna megi með þessu móti hagnast vel þegar verð á húsnæði hækki.

Tryggvi vill ekki gefa upp áætlanir Askar Capital um vöxt á Indlandi, eða hvað fyrirtækið ráðgeri að hátt hlutfall af hagnaði félagsins muni koma frá Indlandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×