Viðskipti innlent

Samstarf hafið við MIT

Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð.

Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum með ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík eftir helgi. Með samstarfinu er sagt að opnist aðgangur fyrir íslensk fyrir­tæki að víðtæku samstarfi, auk þess sem aðgengilegar verði upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og verkefni sem verið sé að vinna að. „Fulltrúar fyrirtækja sem ganga inn í samstarfið við HR fá einnig aðgang að sérfræðingum og geta sótt ráðstefnur, málþing og aðra viðburði sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins,“ segir í tilkynningu HR.

Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs innan MIT en Stjórnendaskóli HR er tengiliður samstarfsins hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×