Viðskipti innlent

Wahlroos blómstrar

Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi. Bakgrunnur hans er um margt skemmtilegur, en hann var sannfærður stalínisti á árum áður. Hann var því í uppreisn gegn upprunanum en rætur hans liggja í rótgróinni borgarastétt. Faðir hans var meðal annars formaður finnska verslunarráðsins. Björn sneri heim til kapítalismans og hefur orðið nokkuð ágengt síðan. Wahlroos hefur verið heldur skeptískur á Íslendingana og verk að vinna að snúa honum. Það að það tókst að snúa honum frá Stalín er kannski merki um að verkefnið sé ekki vonlaust.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×