Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og eigandi Talnakönnunar og Heims,er glöggur maður og skrifar oft hnyttinn og hittinn texta. Hann hefur árum saman haldið úti því merka tímariti Vísbendingu þar sem ýmis hagræn málefni eru krufin.

Í nýjasta hefti Vísbendingar skrifar Benedikt athyglisverðan pistil, þar sem hann leggur lóð á vogarskálar umræðu um evru og krónu. Benedikt gagnrýnir þar með hárfínum hætti viðbrögð við þeirri umræðu sem túlka má sem svo að hann hafi vissar áhyggjur af því hvernig flokksbræður hans í Sjálfstæðisflokknum taki á umræðunni.

„Sjálfstæðismenn eiga í ákveðinni tilvistarkreppu vegna evrunnar. Í stað þess að hlusta á rök atvinnulífsins hafa þeir fest sig í gömlum hugmyndum Margrétar Thatcher, en hún sá ekkert gott koma frá meginlandi Evrópu," segir Benedikt í pistlinum. Evran er skynsemiBenedikt gagnrýnir með réttu aðra tilhneigingu í umræðunni, sem er að líta á evru sem efnahagsaðgerð í yfirstandandi vanda. „...Evran er ekki lausn á neinum yfirstandandi vanda heldur væru Íslendingar að skipta um efnahagsumhverfi tækju þeir hana upp." Þarna er kjarni málsins og hafa ekki aðrir orðað það mikið betur. Benedikt tekur fastar á en margir sem hafa verið að feta braut efasemda um krónuna sem framtíðarmynt og klykkir út með því að segja; „Stuðningur við evruna er ekki trúaratriði

heldur einfaldlega skynsemi."




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×